• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Um útgerð og verslun á Borgarfirði

Tekið saman af Guðgeir Ingvarssyni vorið 2010

Úthéraðsmönnum bjargað frá vöruskorti og vandræðum 1936

E-mail Print PDF
There are no translations available.

Árið 1933 varð  sviplegt slys í Stapavík er bóndinn á Unaósi beið bana við útskipun er spilið bilaði.

Nokkru síðar „var þá um nokkurra ára skeið skipað upp úr smábátum við klöpp út af Höfðanum, þegar algjörlega ládautt var, einkum þó á útmánuðum 1936, er miklu magni af fóðurvörum var   landað þar. Fullyrða má, að sú ráðstöfun bjargaði Úthéraði frá vandræðum, því allir fjallvegir voru ófærir, en fóðurskortur hjá bændum. Hætt var að skipa upp vörum í Stapavík 1939. Eftir það var vörum landað við Höfðann, þegar færi gafst til 1945 ...“ (Sveitir og jarðir í Múlaþingi, II. bindi s. 283).

Af þessu sést m. a. hve verslun Úthéraðsmanna við Kaupfélag Borgfirðinga var Úthéraðsmönnum mikilvæg á tímabilinu 1920-1945 og hefur eflaust átt sinn þátt í því að byggð hélst lengur á mörgum bæjum á Úthéraði, en ella hefði mátt ætla. Einnig styrktu þessi viðskipti verslunina á Borgarfirði og juku umsvif Kaupfélagsins og atvinnu á Borgarfirði tengda versluninni og vöruflutingum á Höfðann eða Stapavík og við slátrun fjár úr Hjaltastaðaþinghá á hverju hausti og fleira því tengt.  Þess má einnig geta að akfær vegur frá Egilsstöðum út að sveitarmörkum við Eiðaþinghá kom ekki fyrr en 1935 (Sveitir og jarðir í Múlaþingi II. bindi bls. 283) og vegi heim á einstaka bæi vantaði, svo erfitt var um alla aðdætti á landi og það tók 15 ár í viðbót að koma veginum út í Unaós. Á  þeim tíma var líka unnið að vegagerð heim á bæi í Hjaltastaðaþinghá og raunar lengur.

Enda þótt verslunarleiðin til Borgarfjarðar af  Úthéraði væri brött og nokkuð torfær og Njarðvíkurskriðurnar oft hættulegar að vetrarlagi, þá er leiðin ekki löng ef miðað er við að fara til Seyðisfjarðar að ekki sé talað um að fara alla leið til Eskifjarðar.

Guðgeir Ingvarsson frá Desjarmýri tók þessa þætti saman í febrúar og mars 2010.

 

Verslun Hjaltastaðaþinghármanna á Borgarfirði

E-mail Print PDF
There are no translations available.

„Á einokunartíma stóttu bændur í Útmannasveit verslun til Breiðuvíkur við Reyðarfjörð, ...  Síðar færðist sú verslun til Esikifjarðar. Um miðja 19. öld hófust viðskipti við Seyðisfjörð. Þangað var fjallvegur um Vestdalsheiði frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Vestdalsheiði er brött og snjóþung og erfið kaupstaðarleið,en mun skemmri en til Eskifjarðar. Þangað [til Seyðisfjarðar] var sótt verslun til 1920. Um það leyti færðust nær öll viðskipti til Borgarfjarðar.

Árið 1902 var lögtilt verslunarhöfn við Unaós í lélegu vari af klöppum utan við svonefndan Krosshöfða....

Kaupfélag Borgarfjarðar var stofnað 1918. Það „hóf vöruflutninga á Höfðann og afgreiðslu þar um 1920, en þá höfðu margir bændur í sveitinni gengið í það félag. ... 1920-1946 versluðu flestir bændur í sveitinni á Borgarfirði. Þeir ráku sláturfé þangað um Gönguskarð og Njarðvíkurskriður, en fengu meirihluta varnings sjóleiðis á Höfðann og síðar í Stapavík, því lendingin við Höfðann varð nær ófær vegna sandburðar á þriðja tug aldarinnar. Stapavík er hömrum girt nokkru utar með Ósfjöllum.  Þar er sæmileg lending í góðu veðri, en draga þurfti allar vörur upp úr víkinni með handknúnu spili.“ (Tilvitnun úr Sveitir og jarðir... II. bindi s. 282-283).

 

Útgerð Færeyinga á Borgarfirði

E-mail Print PDF
There are no translations available.

„Heimildir eru til um veiðar Færeyinga í umdæmi Borgarfjarðarhrepps á tímabilinu 1896-1929. ...   Í hreppsbókum er fyrst getið um Færeyinga árið 1896. Þá gerðu þeir út fjögur tveggja manna för frá Bakkagerði....

Árið 1899 er fyrst talað um „Færeyingafélög“ á Borgarfirði eystra. Þá eru þau skráð þrjú. Það stærsta var á Bakkagerði og gerði út 6 báta en hin tvö voru í Húsavík og Höfn, og gerði hvort um sig út einn bát.“

 

Nokkur orð um útgerð á Borgarfirði 1900- 1950

E-mail Print PDF
There are no translations available.

 Árabátar voru aðaluppstaðan í útgerð á Borgarfirði fram undir 1930. Þó hófst vélbátaútgerð þar þegar árið 1906, en í smáum stíl. Gekk útgerð vélbátanna ekki vel á Borgarfirði framan af. Fyrsti vélbáturinn sem gerður var út frá Borgarfirði hét Naddi og var hann í eigu Helga Björssonar. Báturinn var 5-6 tonn og áhöfnin fjórir menn. Nadda var siglt til Seyðisfjarðar til að sækja vörur, en nóttina áður en haldið skyldi aftur til Borgarfjaðar gerði hvassviðri og var báturinn horfinn um morguninn.  „Fjórir fyrstu vélbátarnir sem gerðir voru út frá Borgarfirði, fórust með svituðum hætti og Naddi. Þeir losnuðu frá  bryggju og brotnuðu eða sukku. Eina sjóslysið sem af hlaust mannskaði var þegar vélbáturinn Óðinn fóst. Óðinn var 5-6 tonna bátur með fjörgra manna áhöfn.“

(Magnús H. Helgason:Saga Borgarfjarðar eystra 1995, bls. 124).

 „Svo virðist sem vélbátaútgerð hafi að nokkru lagst af á Borgarfirði skömmu fyrir 1920. Um miðjan þriðja áratuginn er síðan skráður einn vélbátur og 21 tveggja manna far í hreppnum. Upp úr því lagðist árabátaútgerð smám saman af en vélbátum fjölgaði og árið 1940 höfðu orðið geysileg umskipti. Vélbátar voru nú orðnir 12 en enginn árabátur var á skrá. Með þessari breytingu varð veruleg aflaaukning fiskibáta í Borgarfjarðarhreppi.“ (Magnús H. Helgason: Saga Borgarfjarðar eystra 1995, bls. 124).

 

Fjöldi báta 1895-1940 og íbúa til 1950

E-mail Print PDF
There are no translations available.

Ár Árabátar Vélbátar Fjöldi íbúa
2ja manna för 4 manna för
1895 (19) 339
1900 (24) 3 398 (árið 1901)
1905 (79) 56 309
1910 (27) 31 332
1915 (27) 27 1 448
1920 (9) 11 (2) 407
1925 21 1 403
1930 3 325
1935 2 3 298
1940 12 316
1945 291
1950 288

Heimildir: Í svigum eru tölur úr Skýrslubókum hreppstjóra. Landshagsskýrslur 1905-1910.

Fjöldi íbúa 1895 er fenginn úr Sóknarmannatali yfir það ár í Njarðvíkur-, Desjarmýrar- og Húsavíkursóknum.

 

Fjöldi báta á Borgarfirði 1895-1905

E-mail Print PDF
There are no translations available.

Í kafla um útgerð í Borgarfjarðarhreppi 1900-1950 og töflu yfir fjölda báta og skipverja í Borgarfjarðarhreppi 1895-1940, sem birt er í bókinni Saga Borgarfjarðar eystra má m. a. sjá þær  breytingar sem verða á bátaflotnum á þessu tímabili bæði hvað varðar fjölda báta og hvernig vélbátar taka smám saman við af árabátum á síðari hluta þessa tímabils.   Þar kemur fram að frá 1895 og fram undir lok þriðja áratugs 20. aldar voru árabátar og þá aðallega tvíæringar, meginuppistaða í útgerð í hreppnum. Frá 1895-1904 var fjöldi báta sem gerður var út mjög mismunandi frá ári til árs eða á bilinu 16 til 33 bátar. Norðmannasumarið 1905 sker sig mjög úr hvað fjölda báta snertir, en þá voru gerðir út 79 árabátar, tveggja manna för, samkvæmt skýrslubókum hreppstjóra, en stuttlega var fjallað um Norðmannasumarið hér að framan.

 

Íbúafjöldi á Borgarfirði á fyrstu tveimur áratugum 20. aldar

E-mail Print PDF
There are no translations available.

Athyglisvert er að skoða  tölur um mannfjölda í Borgarfjarðarhreppi upp úr aldamótunum 1900 og næstu áratugina þar á eftir, sem m. a. má lesa um í ritinu Saga Borgarfjarðar eystra.

Þar segir m. a. : „Árið 1901 voru íbúar Bakkagerðiskauptúns 82 en alls voru hreppsbúar þá 398. Fólksfækkun varð veruleg næstu ár og árið 1905 hafði íbúum fækkað um tæplega hundrað manns frá aldamótum. ... Á næstu árum fjölgaði hreppsbúum verulega. ... Aldrei hefur orðið jafnmikil hlutfallsleg fjölgun íbúa í Borgarfjarðarheppi og á tímabilinu 1905-10. Alls fjölgaði þeim úr 309 árið 1905 í 432 árið 1910. ... Frá árinu 1906 fram til 1915 var mikill uppgangur á Borgarfirði, m. a. vegna góðs fiskafla. Það sést á því að árið 1915 voru íbúar kauptúnsins orðnir fleiri en þeir sem bjuggu í sveit innan hreppsins. Þá hafa aldrei búið fleiri í hreppnum en þetta ár eða 448 manns. Á Bakkagerði bjuggu flestir 1918 eða 239.“

(Saga Borfarfjarðar eystra: Tilvitnanir úr kaflanum Atvinna, verslun og almenn hreppsmál. Fyrri hluta eftir Magnús H. Helgason, bls. 89).

 

Gufuskipið Reidar strandar í Hellisfjöru sumarið 1909

E-mail Print PDF
There are no translations available.

Í bréfi til sýslumanns segir Hannes Sigurðsson hreppstjóri meðal annars: 

„Bakkagerði, 2. Október 1909.

 ..... í dag um kl.  2 strandaði í Hellisfjöru fyrir innan Höfn gufuskipið Reidar frá Eskifirði eign Carl D. Thulinius ept. sögn kapteinsins Z. C. Olsen.  Á skipinu voru alls 7 menn sem allir björguðust í land hér um bil allslausir. Eftir sögn kafteins á að vera í skipinu ca. 30 tonn af kolum sem hingað átti að fara (og um 20 tonn skipskol), 10 föt steinolíu, ca. 100 tunnur með salt og um 50 tunnur tómar... því miður verður líklega litlu bjargað ef þetta veður og brim sem nú er helst lengi, því nú þegar er skipið farið að brotna...“

 
More Articles...

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Maps Loftmyndir hf.

kortasja

WebCam at The harbour

vefmynd