• An Image Slideshow
 • An Image Slideshow
 • An Image Slideshow
 • An Image Slideshow
 • An Image Slideshow
 • An Image Slideshow

Bláfáninn

blueflagBláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem er veitt til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Til þess að hljóta Bláfánann þarf rekstraraðilinn að standast kröfur um góða þjónustu, öryggisbúnað og gæði vatns, auk þess að veita upplýsingar og standa fyrir fræðslu sem stuðlar að bættri umgengni við hafið og verndun umhverfisins.Bláfáninn fyrir smábátahafnir

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

blafani_hopurBláfáninn er veittur af alþjóðlegu umhverfisfræðslusamtökunum Foundation for Environmental Education (FEE) og eiga yfir 40 lönd aðild að verkefninu. Landvernd annast rekstur þess á Íslandi í samstarfi við Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, Hafnasambandið, Siglingasambandið, Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun, Landsbjörgu, Umhverfisstofnun og Samtök ferðaþjónustunnar.

 

 

Til að hljóta Bláfánann þurfa rekstraraðilar að:

 •     vinna markvisst að því að bæta umhverfi hafnarinnar
 •     veita upplýsingar um viðkvæm svæði í og við höfnina
 •     bjóða upp á fræðslu um umhverfið
 •     sjá til þess að höfnin sé snyrtileg og sjórinn hreinn
 •     bjóða upp á þrifaleg salerni og þvottaaðstöðu
 •     sjá til þess að höfnin sé vel lýst og að bátar hafi aðgang að rafmagni
 •     hafa slökkvitæki, björgunar- og skyndihjálparbúnað tiltækan við höfnina
 •     bjóða upp á ílát til að flokka úrgang, s.s. endurvinnanlegt sorp, olíu og önnur spilliefni

 Bláfáninn er veittur fyrir eitt tímabil í senn svo fremi sem öllum reglum sé framfylgt.  Dómnefnd skipuð sérfræðingum hefur reglubundið eftirlit með höfninni á Bláfánatímabilinu sem stendur frá 20. maí til 15. september ár hvert. 

Þú getur orðið samtökunum að liði með því að láta í ljós skoðun þína á því hvort höfnin standist kröfur Bláfánans. Með þessu móti hjálpar þú til við að tryggja viðgang verkefnisins. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri við Landvernd og alþjóðaskrifstofu Bláfánans.

 

Umgengnisreglur Bláfánans

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Notendur hafnarinnar eru vinsamlegast beðnir að:

 •  sýna aðgát á viðkvæmum svæðum sem njóta verndar
 •  forðast umferð um friðuð svæði á sjó og í grennd við höfnina
 •  losa spilliefni og olíuúrgang í þar til gerð ílát
 •  nota ruslagáma og flokka endurvinnanlegt sorp, s.s. dósir og plastflöskur
 •  losa aldrei úrgang og safntanka fyrir skólp í höfnina
 •  losa bátaskólp í þar til gerða safntanka/dælubíla

Þú getur hjálpað til við að vernda höfnina og umhverfi hennar með því að:

 •  framfylgja umgengnisreglum Bláfánans
 •  spara rafmagn, vatn og eldsneyti
 •  hvetja sjófarendur til að vernda umhverfið og ganga vel um
 •  nota vistvænar vörur í daglegu starfi og til viðhalds á bátum
 •  tilkynna um mengun í sjónum og brot á reglum til eftirlitsaðila og Landverndar

 

 

Öryggi við höfnina

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Öryggi þitt við höfnina er best tryggt með því að:

 •   leggja á minnið staðsetningu slökkvitækja og björgunarbúnaðar
 •   huga að eldhættu og varast að tendra opinn eld nálægt eldsneyti
 •   draga úr siglingahraða innan hafnarinnar og klæða börn ætíð í björgunarvesti
 •   stýra aldrei bát undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna

neyd

 

Bláfánaveifa fyrir smábátaeigendur

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Innlendir og erlendir smábátaeigendur geta, með því að undirrita viljayfirlýsingu um vistvæna umgengni á hafi úti og í höfnum, sótt um Bláfánaveifu fyrir smábáta.

Smábátaeigendur geta óskað eftir Bláfánaveifu  á skrifstofu við höfnina eða haft samband við hafnarstjóra.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd