Almennt

Fuglaskoðun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

fugl_1fugl_2Á leiðinni frá Egilsstöðum til Borgarfjarðar eystra má frá veginum sjá margar fuglategundir á tjörnum á sléttunni inn af Héraðsflóa. Við fjöruna í Bakkagerðisþorpi neðan við kaupfélagið hefur verið komið fyrir fuglaskoðunarhúsi. Besti tíminn til fuglaskoðunar þar eru maí og júní mánuðir en talsvert af fugli er þar allt sumarið.

 

fugl_3

Við Hafnarhólma eru fuglaskoðunar- og útsýnispallar. Þar er mikið lundavarp og talsvert æðavarp ásamt dálitlum ritu- og fýlsvörpum. Æðavarpið er mest áberandi í fyrri hluta júní á meðan blikinn er í varpinu. Lundinn er við holur sínar fram í ágústbyrjun og rita og fýll við hreiður út ágúst. Aðgengi að lundaskoðunarpalli er kl. 10 – 19 í júní og júlí mánuðum. Ótakmarkað aðgengi er í ágúst en lokað í maí á meðan fuglinn er að setjast upp.

 Í Hafnarbjargi austan Borgarfjarðar er mikil fuglabyggð, m.a. er þar að koma til smávegis langvíu og álkuvarp. Aðgengi þar er aðeins með báti. 

 

Algengir fuglar við fuglaskoðunarhús í Bakkagerðisþorpi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal
Æðarfugl
Straumönd
Hávella
Tjaldur
Sandlóa
Sendlingur
Lóuþræll
Jaðrakan
Stelkur
Hettumáfur
Silfurmáfur
Svartbakur
Rita
Kría
Maríuerla
Skógarþröstur
Stari

 

 

 

Sjaldgæfari fuglar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal
Stokkönd
Skúfönd
Blikönd
Heiðlóa
Hrossagaukur
Tildra
Óðinshani
Teista
Þúfutittlingur
 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd