• An Image Slideshow
 • An Image Slideshow
 • An Image Slideshow
 • An Image Slideshow
 • An Image Slideshow
 • An Image Slideshow

Bláfáninn fyrir smábátahafnir

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

blafani_hopurBláfáninn er veittur af alþjóðlegu umhverfisfræðslusamtökunum Foundation for Environmental Education (FEE) og eiga yfir 40 lönd aðild að verkefninu. Landvernd annast rekstur þess á Íslandi í samstarfi við Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, Hafnasambandið, Siglingasambandið, Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun, Landsbjörgu, Umhverfisstofnun og Samtök ferðaþjónustunnar.

 

 

Til að hljóta Bláfánann þurfa rekstraraðilar að:

 •     vinna markvisst að því að bæta umhverfi hafnarinnar
 •     veita upplýsingar um viðkvæm svæði í og við höfnina
 •     bjóða upp á fræðslu um umhverfið
 •     sjá til þess að höfnin sé snyrtileg og sjórinn hreinn
 •     bjóða upp á þrifaleg salerni og þvottaaðstöðu
 •     sjá til þess að höfnin sé vel lýst og að bátar hafi aðgang að rafmagni
 •     hafa slökkvitæki, björgunar- og skyndihjálparbúnað tiltækan við höfnina
 •     bjóða upp á ílát til að flokka úrgang, s.s. endurvinnanlegt sorp, olíu og önnur spilliefni

 Bláfáninn er veittur fyrir eitt tímabil í senn svo fremi sem öllum reglum sé framfylgt.  Dómnefnd skipuð sérfræðingum hefur reglubundið eftirlit með höfninni á Bláfánatímabilinu sem stendur frá 20. maí til 15. september ár hvert. 

Þú getur orðið samtökunum að liði með því að láta í ljós skoðun þína á því hvort höfnin standist kröfur Bláfánans. Með þessu móti hjálpar þú til við að tryggja viðgang verkefnisins. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri við Landvernd og alþjóðaskrifstofu Bláfánans.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd