• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Lundaveiðar við Ísland

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Samkvæmt veiðitölum Umhverfisstofnunar 1995-2007 voru veiddir árlega 64.008-232.936 lundar.  Veiðin hefur farið minnkandi hin síðari ár og gripið hefur verið til takmarkana á lundaveiðum í Eyjum.  Um helmingur veiðinnar fæst í Vestmannaeyjum þar sem háfaveiði hefur dregist verulega saman og borið hefur á miklum pysjudauða undanfarið. Lundinn telst til helstu nytjafugla á Íslandi enda vinsæl villibráð.  Nokkur kofnatekja var í Papey um 1940 og þar voru líka veiddir fullorðnir lundar.  Veiðar á lundaungum í holum eru kallaðar kofnatekja. 

Mest er skotið af lunda síðla vetrar og fram á vor úr bátum en annars eru lundar veiddir í háf einkum í Vestmannaeyjum  Langflestir lundar hafa verið merktir í Eyjum eða yfir 54.000 fuglar af Óskari J. Sigurðssyni vitaverði á Stórhöfða og eru þeir fangaðir í háfa og sleppt að merkingu lokinni.  Náttúrustofa Suðurlands hefur í seinni tíð sett litmerki og rafeindamerki á lunda í Eyjum og stendur fyrir ítarlegum rannsóknum á tegundinni og fæðu sem hann lifir á.  Allt er þetta gert til að afla betri gagna um þennan sérstaka fugl, ferðir hans og lífshætti.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd