• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Um Borgarfjörð Eystri

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Borgarfjörður eystri er nyrsti fjörðurinn sem gengur inn í Austfjarðahálendið.
Hann er um 4ja km breiður og 5 km langur og mjög opinn fyrir hafáttum, einkum norðaustanátt. Undirlendi er með ströndinni og inn af fjarðarbotninum er breiður og grösugur dalur um 8 km langur.  Dalinn umlykur formfagur og litskrúðugur fjallahringur sem gerir Borgarfjörð eitt fegursta byggðarlag á landinu.  Fjöllin eru meðal þeirra elstu á Íslandi, um 10-15 milljón ára gömul og hér er að finna annað stærsta líparítsvæði landsins. 

Bakkagerði í Borgarfirði er fallegt sjávarþorp þar sem búa um 130 manns.  Flestir lifa á sjávarafla og búskap, en ferðamennska er vaxandi.  Þorpið er snyrtilegt og fólkið gestrisið og listfengt.  Kirkjan er prýdd altaristöflu sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði.  Við þorpið er Álfaborgin þar sem drottning álfanna er sögð búa og er þangað göngustígur og útsýnisskífa svo menn geti dáðst að útsýni hennar. Í þorpinu er að finna fjölbreytta gistimöguleika og afþreyingu fyrir allt fjölskylduna.

Víknaslóðir við Borgarfjörð frá Héraðsflóa í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. Þar er fjöldi áhugaverðra, vel merktra og stikaðra gönguleiða við allra hæfi, bæði stuttar leiðir fyrir alla fjölskylduna og lengri leiðir fyrir „fullorðna“. Aðgengi er mjög gott svo og allur aðbúnaður. Öflug þjónusta hefur byggst upp á svæðinu, svo sem góð tjaldstæði, fjölbreytt gisting, veitingar, söfn, leiðsögn, aðstoð við skipulagningu gönguferða og flutningar á fólki og farangri.

Ferðamálahópur Borgarfjarðar hefur gefið út vandað göngukort af svæðinu í samvinnu við Seyðfirðinga og Héraðsbúa. 

Heimasíða Ferðamálahópsins geymir ýmsar upplýsingar um svæðið, tillögur að ferðum og göngukort, ásamt fjölda mynda. Hér er líka þjónustulisti, söngtextar, álfa- og vættasögur, fornsögur, örnefnaskrá hreppsins og ýmis annar fróðleikur um þetta einstaka svæði

 

Heimasíða Ferðamálahóps Borgarfjarðar www.borgarfjordureystri.is

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd