• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Úthéraðsmönnum bjargað frá vöruskorti og vandræðum 1936

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Árið 1933 varð  sviplegt slys í Stapavík er bóndinn á Unaósi beið bana við útskipun er spilið bilaði.

Nokkru síðar „var þá um nokkurra ára skeið skipað upp úr smábátum við klöpp út af Höfðanum, þegar algjörlega ládautt var, einkum þó á útmánuðum 1936, er miklu magni af fóðurvörum var   landað þar. Fullyrða má, að sú ráðstöfun bjargaði Úthéraði frá vandræðum, því allir fjallvegir voru ófærir, en fóðurskortur hjá bændum. Hætt var að skipa upp vörum í Stapavík 1939. Eftir það var vörum landað við Höfðann, þegar færi gafst til 1945 ...“ (Sveitir og jarðir í Múlaþingi, II. bindi s. 283).

Af þessu sést m. a. hve verslun Úthéraðsmanna við Kaupfélag Borgfirðinga var Úthéraðsmönnum mikilvæg á tímabilinu 1920-1945 og hefur eflaust átt sinn þátt í því að byggð hélst lengur á mörgum bæjum á Úthéraði, en ella hefði mátt ætla. Einnig styrktu þessi viðskipti verslunina á Borgarfirði og juku umsvif Kaupfélagsins og atvinnu á Borgarfirði tengda versluninni og vöruflutingum á Höfðann eða Stapavík og við slátrun fjár úr Hjaltastaðaþinghá á hverju hausti og fleira því tengt.  Þess má einnig geta að akfær vegur frá Egilsstöðum út að sveitarmörkum við Eiðaþinghá kom ekki fyrr en 1935 (Sveitir og jarðir í Múlaþingi II. bindi bls. 283) og vegi heim á einstaka bæi vantaði, svo erfitt var um alla aðdætti á landi og það tók 15 ár í viðbót að koma veginum út í Unaós. Á  þeim tíma var líka unnið að vegagerð heim á bæi í Hjaltastaðaþinghá og raunar lengur.

Enda þótt verslunarleiðin til Borgarfjarðar af  Úthéraði væri brött og nokkuð torfær og Njarðvíkurskriðurnar oft hættulegar að vetrarlagi, þá er leiðin ekki löng ef miðað er við að fara til Seyðisfjarðar að ekki sé talað um að fara alla leið til Eskifjarðar.

Guðgeir Ingvarsson frá Desjarmýri tók þessa þætti saman í febrúar og mars 2010.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd