• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Verslun Hjaltastaðaþinghármanna á Borgarfirði

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

„Á einokunartíma stóttu bændur í Útmannasveit verslun til Breiðuvíkur við Reyðarfjörð, ...  Síðar færðist sú verslun til Esikifjarðar. Um miðja 19. öld hófust viðskipti við Seyðisfjörð. Þangað var fjallvegur um Vestdalsheiði frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Vestdalsheiði er brött og snjóþung og erfið kaupstaðarleið,en mun skemmri en til Eskifjarðar. Þangað [til Seyðisfjarðar] var sótt verslun til 1920. Um það leyti færðust nær öll viðskipti til Borgarfjarðar.

Árið 1902 var lögtilt verslunarhöfn við Unaós í lélegu vari af klöppum utan við svonefndan Krosshöfða....

Kaupfélag Borgarfjarðar var stofnað 1918. Það „hóf vöruflutninga á Höfðann og afgreiðslu þar um 1920, en þá höfðu margir bændur í sveitinni gengið í það félag. ... 1920-1946 versluðu flestir bændur í sveitinni á Borgarfirði. Þeir ráku sláturfé þangað um Gönguskarð og Njarðvíkurskriður, en fengu meirihluta varnings sjóleiðis á Höfðann og síðar í Stapavík, því lendingin við Höfðann varð nær ófær vegna sandburðar á þriðja tug aldarinnar. Stapavík er hömrum girt nokkru utar með Ósfjöllum.  Þar er sæmileg lending í góðu veðri, en draga þurfti allar vörur upp úr víkinni með handknúnu spili.“ (Tilvitnun úr Sveitir og jarðir... II. bindi s. 282-283).

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd