• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Nokkur orð um útgerð á Borgarfirði 1900- 1950

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

 Árabátar voru aðaluppstaðan í útgerð á Borgarfirði fram undir 1930. Þó hófst vélbátaútgerð þar þegar árið 1906, en í smáum stíl. Gekk útgerð vélbátanna ekki vel á Borgarfirði framan af. Fyrsti vélbáturinn sem gerður var út frá Borgarfirði hét Naddi og var hann í eigu Helga Björssonar. Báturinn var 5-6 tonn og áhöfnin fjórir menn. Nadda var siglt til Seyðisfjarðar til að sækja vörur, en nóttina áður en haldið skyldi aftur til Borgarfjaðar gerði hvassviðri og var báturinn horfinn um morguninn.  „Fjórir fyrstu vélbátarnir sem gerðir voru út frá Borgarfirði, fórust með svituðum hætti og Naddi. Þeir losnuðu frá  bryggju og brotnuðu eða sukku. Eina sjóslysið sem af hlaust mannskaði var þegar vélbáturinn Óðinn fóst. Óðinn var 5-6 tonna bátur með fjörgra manna áhöfn.“

(Magnús H. Helgason:Saga Borgarfjarðar eystra 1995, bls. 124).

 „Svo virðist sem vélbátaútgerð hafi að nokkru lagst af á Borgarfirði skömmu fyrir 1920. Um miðjan þriðja áratuginn er síðan skráður einn vélbátur og 21 tveggja manna far í hreppnum. Upp úr því lagðist árabátaútgerð smám saman af en vélbátum fjölgaði og árið 1940 höfðu orðið geysileg umskipti. Vélbátar voru nú orðnir 12 en enginn árabátur var á skrá. Með þessari breytingu varð veruleg aflaaukning fiskibáta í Borgarfjarðarhreppi.“ (Magnús H. Helgason: Saga Borgarfjarðar eystra 1995, bls. 124).

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd