• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Lifnaðarhættir, lífshlaup lundans

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Lundinn er langlífur fugl sem getur orðið áratuga gamall.  Við náttúrulegar aðstæður er talið að meðalaldur lundans sé á bilinu 20 til 25 ár.  Elsti lundi sem vitað er um var 38 ára en Óskar J. Sigurðsson merkti hann í Eyjum. 

Sérstakasti varpstaður lundans á Íslandi er í Skrúðshelli.  Varptíminn er frá seinni hluta maí fram í fyrrihluta júní.  Lundinn verpir einu eggi sem er um 60g, eða svipað og hænuegg  að þyngd, í holu sem getur verið um hálfs metra löng.  Útungun tekur um 40 daga og lundinn verður kynþroska um 4-5 ára.

Talið er að prófasturinn sé trygglyndur fugl og parist maka sínum fyrir lífstíð.  Foreldrarnir skipta með sér verkum. Lundinn getur kafað niður á allt að 60 metra dýpi og er afbragðs flugfugl með allt að 400 vængslætti á mínútu og getur náð 88 km hraða á klukkustund.  Lundinn getur haldið á allt að 10 fiskum í goggnum án þess að missa fæðuna.  Unginn yfirgefur hreiðurholuna u.þ.b. 45 dögum eftir klak og heldur á haf út. Þar eyðir hann næstu 3-5 árum við fiskveiðar og velur sér maka.  Helstu óvinir lundans eru svartbakar sem geta gleypt þá í heilu lagi.  Ritur ræna oft æti af lundanum og silfurmáfur, kjói og skúmur geta verið aðgangsharðir ræningjar sem getur haft áhrif á þroska og lífslíkur ungans. Ránfuglar við sjávarsíðuna veiða lunda eins og aðra sjófugla, má þar nefna fálka.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd