• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Fjöldi báta á Borgarfirði 1895-1905

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Í kafla um útgerð í Borgarfjarðarhreppi 1900-1950 og töflu yfir fjölda báta og skipverja í Borgarfjarðarhreppi 1895-1940, sem birt er í bókinni Saga Borgarfjarðar eystra má m. a. sjá þær  breytingar sem verða á bátaflotnum á þessu tímabili bæði hvað varðar fjölda báta og hvernig vélbátar taka smám saman við af árabátum á síðari hluta þessa tímabils.   Þar kemur fram að frá 1895 og fram undir lok þriðja áratugs 20. aldar voru árabátar og þá aðallega tvíæringar, meginuppistaða í útgerð í hreppnum. Frá 1895-1904 var fjöldi báta sem gerður var út mjög mismunandi frá ári til árs eða á bilinu 16 til 33 bátar. Norðmannasumarið 1905 sker sig mjög úr hvað fjölda báta snertir, en þá voru gerðir út 79 árabátar, tveggja manna för, samkvæmt skýrslubókum hreppstjóra, en stuttlega var fjallað um Norðmannasumarið hér að framan.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd