• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Íbúafjöldi á Borgarfirði á fyrstu tveimur áratugum 20. aldar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Athyglisvert er að skoða  tölur um mannfjölda í Borgarfjarðarhreppi upp úr aldamótunum 1900 og næstu áratugina þar á eftir, sem m. a. má lesa um í ritinu Saga Borgarfjarðar eystra.

Þar segir m. a. : „Árið 1901 voru íbúar Bakkagerðiskauptúns 82 en alls voru hreppsbúar þá 398. Fólksfækkun varð veruleg næstu ár og árið 1905 hafði íbúum fækkað um tæplega hundrað manns frá aldamótum. ... Á næstu árum fjölgaði hreppsbúum verulega. ... Aldrei hefur orðið jafnmikil hlutfallsleg fjölgun íbúa í Borgarfjarðarheppi og á tímabilinu 1905-10. Alls fjölgaði þeim úr 309 árið 1905 í 432 árið 1910. ... Frá árinu 1906 fram til 1915 var mikill uppgangur á Borgarfirði, m. a. vegna góðs fiskafla. Það sést á því að árið 1915 voru íbúar kauptúnsins orðnir fleiri en þeir sem bjuggu í sveit innan hreppsins. Þá hafa aldrei búið fleiri í hreppnum en þetta ár eða 448 manns. Á Bakkagerði bjuggu flestir 1918 eða 239.“

(Saga Borfarfjarðar eystra: Tilvitnanir úr kaflanum Atvinna, verslun og almenn hreppsmál. Fyrri hluta eftir Magnús H. Helgason, bls. 89).

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd