• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Skipsstrand í Sæluvogi 1905

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Í bréfabók hreppstjóra Borgarfjarðarhrepps 1898-1915 er sagt frá því þegar skip strandaði í Sæluvognum undir Hafnarbjargi 1905. Þar segir hreppstjórinn Hannes Sigurðsson m.a. í bréf til sýslumanns:

Gilsárvallahjáleigu 30. September 1905.

Mánudaginn 25. þ.m. kl. 10 f.m. var mér tilkynnt að fiskiskipið Seyðfirðingur, eign pöntunarstjóra, Jóns Stefánssonar, væri sokkið upp í svo kölluðum Sæluvog, sem er utan undir Hafnarbjargi.....

Ég fékk mér strax menn og fór þangað sem skipið var, kom þangað kl. 2 e. m. Þá sást aðeins á masturstoppana á því upp úr sjónum. Upp úr skipinu hafði flotið dálítið af ýmsu dóti sem við björguðum. Síðan hefur töluvert af spýtnarusli, seglaræflum og köðlum rekið upp á Sæluvogsfjöruna, og var ég að bjarga því undan sjó í dag...“ Hreppstjórinn segir síðan að ekki sé hægt að flytja það sem náðst hafi úr skipinu á örguggan stað, ef stórbrim geri, fyrr en brimið minnki, en landveg komist ekki í fjöruna nema fuglinn fljúgandi. Þegar veður og sjólag batnaði lét hreppstjórinn flytja það sem bjargaðist úr skipinu „inn í Hellisfjöru fyrir neðan Höfn og seldi það þar.“

(Bor 6-7: Borgarfjarðarhreppur. Bréfabók [hreppstjóra] 1898-1915). 

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd