• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Norðmannasumarið 1905

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

„Sumarið 1905 reyndist örlagasumar í öllum atvinnurekstri Þorsteins.  Ári áður hafði hann veðsett allar húseignir sínar Thor E. Túliníusi sem hafði m.a. verslun á Seyðisfirði, auk hluta úr íshúsi því sem hann hafði látið reisa í byrjun aldarinnar, og 9 hundruð úr landi Bakkagerðis (Sbr. Þinglýsingarskjöl)

Veturinn 1904-1905 tók Þorsteinn mikilvæga ákvörðun og lagði þá í raun allan atvinnurekstur sinn undir.“ Hann fór til Lofóten í Noregi og hugðist ráða til sín 75 bátshafnir eða um 250 manns til þess að stunda fiskveiðar við Austurland þá um sumarið. ... Þorsteinn leigði gufuskip til að flytja Norðmennina til Íslands.“ (Saga Borgarfjarðar eystra bls. 99). Ekki gat hann þó ráðið jafnmarga Norðmenn og hann ætlaði, þó fjöldinn væri mikill, en mennirnir voru ráðnir upp á hlut. Þetta sumar gerði Þorsteinn út 45 báta frá Borgarfirði og 23 báta frá Seyðisfirði. „ Alls hafði hann 76 Norðmenn á Borgarfirði þetta sumar ... Á Borgarfirði fiskaðist lítið þetta sumar og höfðu Norðmennirnir ekki fyrir úttekt og uppihaldi á staðnum.“ (Saga Borgarfjarðar eystra bls. 99-100). Síðar var þetta sumar kallað Norðmannasumarið.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd