• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Verslun Bjarna Þorsteinssonar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Bjarni Þorsteinsson, sonur Þorsteins Magnúsonar í Höfn, stofnaði verslun á Bakkagerði 1897 í félagi við nokkra aðra. Verslun hans gekk ekki vel og var hún gerð upp árið 1899. Hann fluttist ári síðar til  Vopnafjarðar og þaðan til Ameríku 1903. Bjarni byggði svonefnt Eyrarhús á Bakkaeyri, sem var myndarlegt verslunarhús á þeim tíma. Þorsteinn Jónsson  borgari keypti Eyrarhúsið og flutti verslun sína þangað 1901 og síðar eignaðist Kaupfélag Borgarfjarðar húsið. Hefur verið verslað í þessu húsi óslitið frá því Bjarni hóf þar verslun sína 1897.

Bjarni hafði lært ljósmyndun í Kaupmannahöfn og tók talsvert af ljósmyndum bæði á Borgarfirði og Vopnafirði. Í Ljósmyndasafni Austurlands, sem varðveitt er á Héraðsskalasafni Austfirðinga eru skráðrar hátt í 70 mannamyndir, sem hann hefur tekið,  þar sem þeir sem eru á myndunum eru þekktir og nokkuð er til hér af óþekkum myndum sem hann hefur tekið. Ljósmyndir eftir hann munu einnig vera til á fleiri ljósmyndasfönum hér á landi og trúlega hjá allmörgum einstaklingum.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd