• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Bakkagerði fær löggildingu sem verslunarstaður - mikill kraftur er í útgerð

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

 Bakkagerði fékk löggildingu sem verslunarstaður árið 1895.  Árið áður, 1894, hóf Þorsteinn Jónsson, oft kallaður borgari, verslun á Bakkagerði og rak þar verslun til 1907. „Þorsteinn var eini kaupmaðurinn á Borgarfirði frá 1894-1897. Hann gerðist fljótlega nokkuð umsvifamikill  bæði í verslun og útgerð.

„Auk verslunar  á Borgarfirði hafði Þorsteinn  verslun á Krosshöfða við Selfljótsós við Héraðsflóa  á árunum 1904-1907.“ (Sigurður Óskar Pálsson: Upphaf verslunar á Krosshöfða). Þegar „árið 1894 hóf Þorsteinn útgerð á 4 bátum. Einn Borgfirðingur gerði út jafnmargar báta, Þorsteinn Magnússon í Höfn. Alls voru gerðir út bátar frá 13 af 25 bæjum... Þorsteinn Jónsson gerði yfirleitt út 4-5 báta fram til ársins 1905...  Sumarið 1896 lét Þorsteinn hlaða upp grjótbryggju á Bakkagerði og lét ,cementera‘ hana.... Þessi bryggja var kölluð Vogsbryggja. Lending við hana var alla tíð fremur slæm en hún var þó notuð fram yfir 1950...  Eins og fyrr segir gerði Þorsteinn yfirleitt út 4-5 báta. Á þá réði hann aðallega sunnlennska sjómenn, auk Færeyinga, þar sem erfitt var að fá vinnumenn á heimaslóðum.“ (Saga Borgarfjarðar eystra bls. 94- 98).

 Af framansögðu má sjá hve mikill kraftur og gróska var í útgerð á Borgarfirði á þessum tíma og   þetta undirstrikar það sem áður er minnst á, að bændur á landjörðum í Borgarfirði hafa eflaust stundað sjómennsku meira  og minna á liðnum öldum.

Þess má geta varðandi árið 1895, þegar Bakkagerði fékk löggildingu sem verlsunarstaður, að: „Byggð var þá engin önnur á Bakkagerði  en gamli Bakkagerðisbærinn er stóð ofan við Svínalækinn, þar sem steypubrúin á honum er nú.“ (Úr handriti Vigfúsar Ingvars Sigurðssonar á Desjarmýri, en það er hjá undirituðum).

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd