• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Rúgur laus, annað korn í sekkjum

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Í grein Eyjólfs Hannessonar , sem vitnað var til hér að framan er sagt aðeins nánar frá því hvað var í skipinu Ingeborg  þegar það strandaði og fleiru í því sambandi. Tilvitnun hefst:

„Sigldi skútan fyrir fullum seglum beint upp að klöppunum  út af Svínalækjarósi...

Skipið var að heita mátti ein lest stafna á milli. Rúgur laus  og sykurtoppum stunið ofan í, annað korn í sekkjum. Fljótlega hækkaði sjór í skútunni. Þó náðist  nokkuð af matvöru óskemmt og álnavara. Miklu af blautu korni var skipað upp og sett í hauga í fjörunni. Varð þetta til bjargar skepnum hér og víða í grennd, því víða var orðið bjargarlítið fyrir menn og skepnur. Hafísinn var mikið laus og á reki til og frá. Komu bátar bæði sunnan af Fjörðum  og norðan frá Vopnafirði og Bakkafirði. Sagt var að troðnar slóðir hefðu verið  um öll skörð sem fær voru milli Borgarfjarðar og nærsveita. Hafði frétt um strandið borizt sem hvalsaga á ótrúlega skömmum tíma. Var talið að hér hefði verið saman komið um 1000 aðkomumanna suma uppboðsdagana.

Þá var hér við sjóinn engin byggð, nema einn lítill kotbær, Bakkagerði. Næsti bær var Bakki skammt upp frá sjónum.“

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd