• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Ingiborgarstrandið 1888

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Harðindin héldu áfram og árið 1888  varð vart við hafís við Norðurland þegar í janúarmánuði og um páskana rak hann inn  á firði norðan og  austanlands.

Í bókinni Geymdar stundir I. bindi útg. 1981, bls. 78-86, skrifar Sigurður Óskar Pálsson grein um það þegar skipið Ingeborg  strandaði á Borgarfirði árið 1888 og fleira því tengt. Þar segir hann meðal annars:

„ Af hafísnum stöfuðu sífelldir kuldar og næðingar, stundum með fjúki og  illviðrum. Nyrðra og eystra kom gróður mjög seint eins og nærri má geta, og grasvöxtur varð  lítill.  Af þessu urðu bjargræðis-vandræði nyrðra og eystra svo sem að líkum lætur. Var matarskortur mikill og sá á fólki af harðréttinu, þótt um beinan hungurdauða yrði ekki að ræða í það sinn.

Þá gerist það dag einn síðari hluta vetrar þetta ár, að fyrir Borgfirðinga ber harla  óvenjulega sjón, sem sé þá, að stórt kaupfar siglir inn á fjörðinn í stinnings- norðaustankalda.  Þá var á Borgarfirði enn engin verslun en aðallega sótt á Seyðisfjörð en þar áður á Eskifjörð og Vopnafjörð.

Eitthvað er nú samt bogið við siglingu þessa skips. Furðulega er það lágt í sjónum. Það varpar heldur ekki akkerum er inn á fjörðinn kemur, heldur sígur jafnt og þétt nær og nær landi.   Ætlar skipið að sigla í strand? Sú er raunin. Það nemur ekki staðar fyrr en það stendur á grynningum í fjarðarbotni, fyrir utan þar sem nú er neðsti hluti Bakkagerðisþorps.

Í ljós kemur, að hér er á ferðinni eitt af Íslandskaupförunum. Heitir Ingeborg upp á dönsku,...  

Skipið  er að koma frá Danmörku hlaðið vörum, hafði lent í hrakningum í ís og komið að því leki. ... Það er óhætt að fullyrða, að betri sendingu hefðu Borgfirðingar ekki getað fengið eins og á stóð.“

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd