• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Nokkur orð um verslun Borgfirðinga á árunum 1880-1894.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

„Um 1880 fóru stærri verslanir á Seyðisfirði svo sem Gránufélagsverslun og síðar verslun V.T.Thostrup, að láta skútur eða verslunarskip sín ganga til Borgarfjarðar í sumarkauptíðinni, er fluttu útlendar vörur,sem pantaðar höfðu verið og tóku aftur innlendar vörur svo sem ull, fisk og lýsi. Stóðu skip þessi venjulega stutt við á Borgarfirði, aðeins fáa daga, og var ávalt einhver verslunarfulltrúi  sendur með þeim til að sjá um innkaup og annast afgreiðslu á vörunni. Þótti Borgfirðingum að þessu mikil hagsbót frá því sem áður var.

Um eða litlu fyrir 1890 fóru svonefndir spekúlantar að koma til Borgarfjarðar frá ýmsum verslunum á Seyðisfirði, er keyptu og seldu vörur um borð.

Útlend fiskiskip komu hingað að jafnaði allmörg þegar leið á stekkjartíma, einkum franskar duggur og enskir kútterar þegar leið á júlímánuð. Höfðu bændur alltaf einhver vöruskipti við þá , fengu hjá þeim brauð,kartöflur, salt og veiðarfæri en létu í staðinn kindur, kálfa, prjónles og fleira. Létu menn einkum vel af viðskiptum við Frakka.“

(Framanskráður kafli er tekinn úr handriti séra Vigfúsar Ingvars Sigurðssonar á Desjarmýri, sem er í vörslu undirritaðs).

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd