• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Harðinda- og hafísár

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Á síðari hluta 19. aldar var veðrátta  oft köld og þá komu allmörg  harðindaár þar sem hafís rak upp að landi einkum norðan lands.  Á Borgarfirði eystra voru mikil harðindi nær öll árin frá 1880-1892 eins og rakið er í grein Eyjólfs Hannessonar Borgarfirði: (Eyjólfur Hannesson: Harðindabálkur úr Borgarfirði. Múlaþing 6. hefti 1971 s. 139-147).

Fjörðurinn fullur af ís. Færeyingar finna dauðan hval.

Í fyrrnefndri grein Eyjólfs Hannessonar  segir m. a. um árið 1881:

„Um áramótin héldust dimmviðri og grimmdir látlaust í þrjár vikur. 16. janúar var 16 gráða frost. Þá var fjörðurinn lagður manngengum ís. Fyrsta þorradag var hafís kominn svo mikill að ekki sá útyfir.“  Þrátt fyrir þessi harðindi og mikla erfiðleika við heyöflun vegna kulda og óhagstæðrar veðráttu segir þar að fiskafli hafi verð sæmilegur.  Síðan segir: „ Hausttíðin var umhleypingasöm og veturinn eins til nýárs....Færeyingar sem voru hér að fiska frá skipi sínu fundu dauðan hval. Borgfirðingar fengu 2/3 af honum í skurðarlaun.“

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd