• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Bátur gerður út frá Desjarmýri

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Það vekur athygli að einn bátur er skráður á Desjarmýri 1811. Einar Jónsson er prestur á Desjarmýri frá 1800 til dauðadags haustið 1811, svo hann gæti hafa átt bát og gert hann út.

Sóknarmannatal Desjarmýrarprestakalls frá 1811 til 1827 er glatað. Ekki er því vitað með vissu hver bjó á Desjarmýri frá því séra Einar deyr í september 1811 og þar til séra Engilbert Þórðarson tekur við prestakallinu haustið 1813. Í Prestatali og prófasta Reykjavík 1949  kemur fram að Jón Einarsson, sem verið hafði prestur að Hálsi í Hamarsfirði hafi fengið veitingu fyrir Desjarmýri 18. mars 1812, en margt bendir til að hann hafi aldrei komið þangað heldur farið annað og í athugasemd í Prestatali og prófasta Reykjavík 1949 segir, að hann hafi flosnað upp frá Hálsi 1812, en þetta verður ekki rakið hér frekar hér.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd