• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Um bátafjölda Borgfirðinga og íbúafjölda í hreppnum á árunum 1806 til 1815

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Varðveittar eru í Héraðsskjalasafni Austfirðinga yfirlitsskrár yfir fólksfjölda og fjölda báta og ýmsar fleiri upplýingar úr hreppum Norður-Múlasýslu. Þar eru athyglisverðar upplýsingar um bátaeign Borgfirðinga, fólksfjölda í hreppnum og fleira árin 1806, 1809-1812 og 1815. Er þar m. a. hægt að sjá hvaða bæir og hvaða bændur áttu báta á þessum árum nema árið 1806. Í yfirlitsskránni er bátunum skipt niður í þrjá flokka, 8-10 manna för, 4-6 manna för og svo minni bátar. Allir þeir bátar sem skráðir eru í Borgarfjarðarhreppi umrædd ár voru  4-6 manna för. 

Hér kemur tafla yfir íbúafjölda og fjölda báta í Borgarfjarðarhrepp á fyrrnefndum árum unnin upp úr skjölum í Héraðsskjalasafninu (Sjá skjöl í  NMúl – 5-5 og NMúl- 5-6):

Fjöldi íbúa og báta í Borgarfjarðarhreppi 1806 til 1815

Ártöl: 1806 1809 1810 1811 1812 1815
Íbúar: 155 154 157 181 164 168
Bátar: 8 9 10 7 9 6

Bæir þar sem bændur áttu báta:

Ártöl:

Bæjarnöfn:  

1806 1810 1811 1812 1815
Njarðvík
Snotrunes
Geitavík/Gautavík
Bakki
Desjarmýri
Höfn
Brúnavík
Breiðavík
Húsavík
Hólshús
Samtals bátar 6 10 7 9 6

Eins og sést af þessum tölum er bátafjöldi nokkuð mismunandi milli ára, fer hæst í 10 báta 1810 en er kominn niður í 6 báta 1815. Öll árin sem tölurnar ná yfir eiga bændur á Snotrunesi, Bakka, Höfn og Húsavík bát og á Snotrunesi eru 2 bátar 1810. Í Njarðvík eru 2 bátar bæði 1810 og 1815 og einn bátur 1812, en enginn skráður þar 1811.

Þessar tölur um bátaeign styðja það sem sagt hefur verið hér að framan að sjósókn hafi gegnum aldirnar verið stunduð meira og minna frá öllum jörðum sem áttu land að sjó í Borgarfirði.  Athygli vekur þó að á þessum árum var enginn bátur skráður á Hofströnd.

Fjöldi íbúa í hreppnum á þessum árum var á bilinu 154-168 manns ef undan er skilið árið 1811, þá er 181 íbúi skráður í hreppnum og fjölgar þeim um 24 frá árinu áður. Þess má geta til, að þetta hafi tengst eitthvað góðum fiskafla og því að fjöldi báta var mestur næsta ár á undan eða 10 bátar.

Til samanburðar má nefna að íbúar í Borgarfjarðarhreppi voru  298 við manntal 1845 og er þá búið í nær öllum víkur sunnan Borgarfjarðar, en Bakkagerði ekki nefnt. Árið 1860 hefur íbúum hreppsins fjölgað og eru samkvæmt manntali það ár 355 að íbúum í öllum víkunum meðtölum.

Samanburður á bátaeign á öðrum stöðum í Norður-Múlasýslu árið 1810.

Til samanburðar við aðra staði í Norður-Múlasýslu hvað bátaeign snerti  má taka árið 1810 en þá eru 10 bátar á Borgarfirði. Þetta ár eru 13 bátar á Seyðisfirði allt 4- 6 manna för, 11 bátar á Vopnafirði, þar af einn 8- 10 manna far, 6  fjögura til sex manna för og 4 minni bátar. Á Bakkafirði voru þá 7 bátar þar af einn minni en fjögurra manna og í Loðmundarfirði voru þá 7 bátar þar af 3 minni en fjögurra manna. (Sjá skjöl í Héraðsskalasafni Austfirðinga,  NMúl-5-6).

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd