• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Átján bæir í Borgarfirði

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Til gamans mætti benda á að í einu erindinu í Borgarfjarðarbrag, sem áður er minnst á hér að framan, nefnir Árni Gíslason skáld fjölda bæja í Borgarfirði og er þar nefnd hærri tala en bæjarnöfn í vísunni hér fyrir framan :

„Engi,nes og akrar víða

ótal gæðum landið prýða;

um bygging þessa furðu fríða

fénaðurinn dreifir sér;

fagur Borgarfjörður er;

út að sjó og inn til hlíða

má átján bæi finna;

sá er prýði sveita landsins hinna.“

 

Í manntalinu 1703 eru taldir 18 bæir í Borgarfjarðarhreppi og eru þá allar víkurnar sunnan Borgarfjarðar taldar með og eru Njarðvík,  Húsavík, Hólshús og Dalland með í þeirri tölu. Þessi tala stemmir við fjölda bæja í kvæðinu hjá Árna.  Manntalið er að vísu tekið rúmmum tuttugu árum áður en Árni fæðist, svo væntanlega hafa orðið einhverjar breytingar á búsetu í hreppnum á  síðustu þremur fjórðungum 18. aldar, þegar Árni er í fullu fjöri,bæir farið úr ábúð og aðrir byggst í staðinn.

Í þessu manntali 1703 eru hjáleigurnar ekki taldar sérstakir bæir eða sérstakar jarðir og hafa ekki sérstök nöfn heldur aðeins nefndar hjáleigur, þó íbúar þar séu skráðir. Þar er um að ræða hjáleigu í Njarðvík, Geitavík, Gilsárvallahjáleigu (síðar nefnd Grund) og hjáleigu frá Desjarmýri. Þar er trúlega um að ræða Þrándarstaði frekar en Setberg. Ef þessar hjáleigur væru taldar sem fullgildir bæir hefðu þá verið 11 bæir eða býli í Borgarfirði sjálfum, en að víkunum öllum meðtöldum hefðu þá verið 22 býli í byggð í hreppnum að öllum hjáleigunum meðtöldum.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd