• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Kvörtunarbréf Borgfirðinga

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Til gamans er birt hér „inntak“ úr bréfinu sem Borgfirðingar skrifuðu Árna Oddsyni lögmanni og lesið var upp í Lögréttu á Alþingi 1. júlí árið 1633. Frumritið af bréfinu mun hafa glatast. Þetta „inntak“ úr bréfinu er hins vegar varðveitt í Alþingisbókum frá þessum tíma:

 

 „Inntak úr bréfi Árna lögmanni til skrifað úr Borgarfirði í Desjarmýrar- og Njarðvíkurkirkjusókn.“

„ Sé yður kunnugt, að vor yfirvaldsmaður, bóndinn Bjarni Oddsson, hefur opinberað fyrir oss forboð vors náðuga herra  og kongs, kongs Christians 4. með það nafn um engelskan kaupskap, það að íslenzkir megi hvorki veiðarfæri, sem er strengi og línur eður neitt  annað, við Engelska víxla eða neina höndlun við þá hafa. En með því að við þessa sjávarsíðu, eður hér um fjörður, hafa fátækir menn mesta björg og uppheldi af fiskifari, svo sem yðar heiðursemi kann nærri að geta, þá þurfa þeir sífeldlega að kaupa veiðarfærin til sinnar nauðþurftar og fyrir sín skip, hver mjög oft misfarast bæði í stórdráttum og svo með öðru móti, svo sem dagleg reynsla sýnir, svo einn fátækur maður kann hér  ekki  við færri strengi að hjálpast en þrjá, svo þó sem ekkert skip úti hefur og engan mann, nema sig sjálfan, þeir fleiri, sem meira hafa um að vera, svo fátækir menn geta ei opt goldið sínar skuldir. Og jafnvel (má ske) missi konungurinn sinn skatt fyrir þá stóru þörfnun, sem þeir hafa á strengjunum, ef þeir skulu og ekki heldur  af Engelskum veiðafærin kaupa. Í öðru lagi, nær selur gengur, þá á vetur líður,kunna menn honum ekki að ná hér vegna nótaleysis, hvað þó gjörir ekki hinn minnsta skaða, ekki alleinasta  íslenzkum heldur og einnin dönskum kaupmönnum, svo sem vér  megum fullkomlega klaga ei sízt. Í þriðja lagi komast ekki fátækir menn héðan úr sveit í kaupstaðina, þar hér eru margir þeir, sem öngvan færleik eiga, en sumir einn, sumir tvo, sumir þrjá, og þeir fæstir, þar með langur og torveldur vegur í kaupstaðina yfir ferjur og heiðar, svo menn eru ekki skemur en viku aptur og fram á þeirri sinni reisu. Einninn margir einvirkjar og mega ei heiman fara á miðjum hjálpartíma sumarsins.

Í fjórða máta hafa menn ekki fengið veiðarfærin, svo sem þeim hefur þarfnast, af Dönskum, þá í kaupstaðinn hafa komizt og stundum með öllu  synjandi farið, svo sem nú gefur raun vitni þetta fyrirfarandi ár, anno 1632. Og biðjum vér yður auðmjúklega guðs vegna og fyrir skyldu yðar embættis þessa vora klögun fyrir Companiið ad láta koma, svo sem og fyrir vor   yfirvöld andleg og veraldleg. Og kerfjum vér allir og beiðumst í þessari fyrrnefndu sveit áðurgreint Compani ad láta hér ganga skútu eður jakt, sem áður hefur gengið, þá þýzkir kaupmenn voru og hafnirnar höfðu, minst tvisvar á sumri með sína vöru, og sækja aptur þá íslenzku, og skikka oss nægilega og góða strengi, línur og nótgarn  eptir kong majestets taxta, að þeir skuli landinu með nægilegri kaupmannsvöru forsorga. Annars kunnum vér engan veginn að bjargast, fyrst vér megum ei fyrrnefnd veiðarfæri af Engelskum kaupa með nægilegu verði, og kann ske því þó, sem ei er kaupmanns vara, því margir geta hér á firðinum keypt upp á 30, 40 eður 50 fjórðunga, þeir sem ekki eru mektugir í kaupstað að fara, og er þetta vor helzta klögun að þessu sinni.“  (Alþingisbækur Íslands V. 1620-1639 bls. 296-297. Sjá einnig  grein Árna Halldórssonar í Múlaþingi  12. hefti 1982 bls. 152-158. Þar má lesa nánar um þetta brér og viðbrögð við því).                                                                                                                                                                                       

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd