• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Borgfirðingar mótmæla banni við verslun við aðra en danska kaupmenn

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Eftir að einokunarverslun Dana á Íslandi komst á 1602, höfðu danskir kaupmenn meðal annars áhyggjur af verslun Íslendinga við Englendinga.  Dönsk stjórnvöld reyndu að hindra  slíka verslun með ýmsu móti og bönnuðu Íslendinum að eiga viðskipti við Englendinga að viðlögðum fésektum. Þetta virðist þó ekki hafa haft afgerandi áhrif á þessa verslun sem stunduð var á laun.

 „Árið 1631 þótti dönskum kaupmönnum sem verslun Englendinga hefði gengið mjög úr hófi og sneru sér þá til konungs og kvörtuðu. Kom nú aftur blátt bann við allri verslun við enska fiskimenn, á sjó og landi, og lögð við hörð refsing ef út af brygði. Viðbrögð landsmanna voru allmikið og kom skýrt fram að þeir höfðu óhikað skipt við duggara, til dæmis Vestmannaeyingar og  íbúar í Borgarfirði eystri, og fóðruðu með því að hjá þeim fengju þeir duganleg veiðarfæri sem fengjust ekki hjá dönsku kaupmönnunum. Af öllu samhengi verður ráðið að þeir keyptu ýmislegt annað líka.“

(Heimild: Helgi Þorláksson: Sjórán og siglingar. Ensk- íslensk samskipti 1580-1630. Reykjavík  1999. Bls.281-283).

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd