• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Nokkrar umsagnir um lendingar og heimildir um sjósókn

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Snotrunes:  „Illt er að stunda sjó frá Snortrunesi sökum hafnleysis, en var þó löngum gert,enda skammt á mið, en þau brigðul.“ (Sveitir og jarðir... II. bindi bls. 375). 

Geitavík: „Niður af bæjum er víkin, sem bærinn dregur nafn af , afmörkuð af 300-400 m löngum tanga út og norður í fjörð. Hann veitir lendingunni í fjörunni lítið skjól og innsigling um víkurmynnið óhrein. Þaðan var þó fyrr og raunar fram um 1940 töluvert sóttur sjór frá Geitavík...  Hrognkelsaveiði dágóð í lóni í fjöru“ (Sveitir og jarðir... II. bindi bls. 378).

 Bakki: „ Áin [Bakkaá] er sem vænn lækur að jafnaði; hún kemur úr .... Bakkadal, fellur ... til sjávar fast utan við verslunarhúsin á Bakkaeyri og hafnargarð. Þar - eða í Höfn - var fyrr skásta lending við fjörðinn“ (Sveitir og jarðir... II. bindi bls.).

 Bakkagerði:  Mörk Bakka og Bakkagerðis að utan eru við Bakkaá, svo bændur á Bakkagerði hafa án efa frá fornu fari getað haft afnot af lendingu í Bakkafjöru eins og ábúendur á Bakka. Einnig er sennilegt að þeir hafi þegar gott var í sjóinn getað notað lendingu í svokölluðum Vogi við klappirnar  neðan við Svínalæk og vestan Kiðjubjarga,þar sem  löngu síðar var gerð bryggja.

Um hafnaraðstöðu á Bakkagerði á 20. öld segir Magnús H. Helgason í Saga Borgarfjarðar eystra, útg. 1995, bls. 140:

„Eitt hið mikilvægasta fyrir þorp þar sem íbúar eru flestir háðir sjósókn  eru góð hafnarskilyrði. Í Bakkargerðiskauptúni var þetta lengi vandamál en eins og fyrr segir voru hafnarskilyrið þar mjög slæm. Engin góð lending var þá á Borgarfirði og voru bryggjur lausabryggjur sem stóðu uppi í fjöru á milli skipaferða en var þá hrint á flot. Síðan er vitnað í Ármann Halldórsson í bókinni Sveitir og jarðir...  II. bindi, en þar segir meðal annars bls. 386: „Aðallending var úti við Bakkaá, Eyrarfjara og Bakkaeyri með verslunarhúsunum upp af .... Kippkorn sunnar í sömu fjöru var lengi vel lending kaupfélagsins í svonefndum Krók. ... Kiðubjörg skaga fram í sjó austan við þorpið. Vestan við þau er Vogur, bátalending,...“   Síðar segir í sömu heimild um Bakkagerði bls. 387: „ Í matsgerðinni 1918 er búskaparskilyrðum lýst og segir þar m. a.: ... Útræði er í matsgerðinni talið gott  og „fremur aflasælt,“ en tæplega myndu þeir, sem nú eiga heima þar, skrifa fyrirvaralaust undir það...“

Rétt er að benda á að þótt lendingaraðstaða væri aldrei góð á Bakkagerði, þá var talið að í Bakkafjöru og í  Höfn væri skástu lendingar við fjörðinn og er þá vætnalega miðað við minni báta, sem hægt var að setja á land milli róðra eða um lengri tíma t. d. yfir veturinn. Eftir því sem bátar stækkuðu svo erfitt eða ómögulegt var að taka þá á land jukust jafnframt kröfur um bætt hafnarskilyrði.

Hofströnd: „ Útræði var stundum frá Hofströnd og  geðug lending eftir ástæðum í Borgarfirði fremst við Hamarinn.“ (Sveitir og jarðir... II. bindi bls. 417). Í sömu bók segir í Búskaparannál á bls. 418: „ Útræði talið gott. Hægir aðflutningar úr kaupstað.“ Nokkur munur er á þessum umsögnum eða mati á aðstöðu til útróðra, en líklega hafa tveir menn skrifað hér hvor sína umsögnina.

 Höfn: Útræði hefur eflaust verið í Höfn frá fyrstu tíð.  Í Sveitir og jarðir... II. bindi  segir m. a. bls. 419: ...  „ annars  dregur hún [jörðin] nafn af lendingu í Hellisfjöru fram og niður af bænum. Þar er einna skást lending í firðinum í ófullkomnu vari af hólmanum.“ Einnig segir í sömu bók bls. 420:  „... Bjargið, sem er hár sjávarbakki innnan við Hellisfjöru, hét öðrum nöfnum Fiskabjarg og  Eiðabjarg. Eiðabás er lendingarstaður í fjöru og Eiðabrekka ofan við Bjargið.“ Þetta vitnar um sjósókn Eiðamanna frá Höfn fyrr á öldum, sjá hér síðar.

Auk lendingar í Hellisfjöru og í Eiðabás má nefna Færeyingavog. „ Í klöppunum  norðan við Hellisfjöru er djúpur, en mjór vogur, sem heitir Færeyingavogur. Þar settu Færeyingar upp fisk  og bundu báta sína á meðan þeirra útgerð stóð í Höfn.“ (Þorsteinn Magnússon bóndi í Höfn f. 1902: Höfn. Örnefnaskrá í Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Örn-9).

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd