• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Verslun með fisk innanlands frá landnámi fram yfir 1250

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Verslun með fisk hér innanlands frá upphafi byggðar á Íslandi og fram yfir miðja 13. öld mun ekki hafa verið mikil og fiskur heldur ekki verið fluttur út á því tímabili. Halldór Stefánsson minnist á þetta í Sjósóknarþætti í ritinu Austurlandi IV. bindi bls. 111. Þar segir hann meðal annars:

„ Frá upphafi byggðar og  u.þ.b.  fram yfir  þjóðveldislok var sjófanga aflað eingöngu til innanlands nota, nema hafi það verið selskinn og lýsi. Fiskfanga umfram það [sem þeir sjálfir notuðu fyrir sig og sína] höfðu sjávarbændur því ekki þörf, nema til skipta við landbændur. Slík þörf virðist ekki muni hafa verið mikil. Sjávarbændur flestir austan lands höfðu yfir fullgildum bújörðum að ráða og gátu því haft landvöru nær á borð við landbændur. Og höfðingjar allir og hinir stærri landbændur munu á öldum fyrr hafa haft sinn eiginn útveg til sjófanga. Viðskiptaþörfin milli landbænda og sjávarbænda sýnist þá ekki hafa getað verið mikil. Hvorir um sig gátu búið mestpart að sínu.“

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd