• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Sveinungur á Bakka leynir Gunnari Þiðrandabana og felur hann undir skipi.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Tveir synir Þóris línu landnámsmanns er nam Breiðuvík eru nefndir í Landnámabók. Það voru Sveinungur (eða Sveinungi)  og Gunnsteinn. Þeir bjuggu í Borgarfirði á Söguöld, bjó Gunnsteinn á Desjarmýri en Sveinungur á Bakka.

Sveinungur leyndi Gunnari Þiðrandabana er hann flúði undan óvinum sínum. Frá því segir m. a. í Gunnars þætti Þiðrandabana, en þar er Sveinungur nefndur Sveinki.  Faldi hann Gunnar fyrst í móhlaða inni í andyri í bæ sínum, en á meðan þeir sem leituðu Gunnars voru að leita í bænum sagði Sveinki við þann þeirra er gæta átti dyranna: „ Ek mun hér vera, at eigi komisk maðrinn út, ef hann er hér inni, en þú gakk til stofu. Nú hljóp þessi til stofu, en Sveinki bað Gunnar upp standa ok út fara, en rak slagbrand fyrir hurðina. Þá mælti  Sveinki : Nú skulum vit ganga ofan til skips er ek á niðr í fjöru. Svá gerðu þeir. Þar hválfði skip eitt, Þat var lítil skúta, ok hafði látit bræða. Hér skaltu fara inn undir skipit, ok verður nú skjótt  at taka til ráða. Sveinki rak þá lömb sín til fjöru í farit, at eigi mátti sjá tveggja manna far. Gunnar fór undir skipit.“  Fleiri brögðum beitti Sveinki eða Sveinungi til að forða Gunnari Þiðrandabana undan eftirleitarmönnum hans og slapp Gunnar með naumindum undan þeim, sem lesa má um í fyrrnefndum þætti Gunnars Þiðrandabana og fleiri Austfirðingasögum.

Hins vegar er vert að vekja athygli á því að samkvæmt  sögunni átti Sveinungi bát eða litla skútu niðri í fjöru. Má telja mjög líklegt að hún hafi meðal annars verið notuð til að afla fiskjar í bú Sveinunga en ekki aðeins verið þar til skrauts eða skemmtisiglinga. Reyndar segir í Fljótsdæla sögu þar sem þessum atburðum er einnig lýst, að Sveinungi hafi fylgt Gunnari „til sjóar ok til nausts síns. Þar var velt fyrir framan skip, er Sveinungr átti, er hann sótti sér farm á suður í fjörðu um haustit.“ (Fljótsdæla saga bls. 277. Hið íslenska Fornritafélag. Reykjavík 1950). Það að hann hafi farið á skipi þessu að sækja farm suður í fjörðu þarf hins vegar ekki að þýða að skipið hafi ekki líka verið notað til fiskveiða frá Borgarfirði.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd