• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

„ Þau kómu þar skipinu er Höfn heitir...“

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Í Fljótsdæla sögu er m.a.  sagt frá því er Þorvaldur Þiðrandason   kemur til Íslands eftir dvöl á Hjaltlandi. Hann var sonur Þiðranda  Ketilssonar þryms landnámsmanns í Fljótsdal.  Þorvaldur hafði kvænst þar ytra Droplaugu sem frá er sagt í Droplaugarsona  sögu og fleiri Austfirðingasögum.

Um  heimför Þorvaldar með Droplaugu konu sína segir í Fljótsdæla sögu: „Og er þau vóru búin sigldu þau í haf  og fengu góð veðr ok hagstæð, tóku Ísland snemma sumars. Þau kómu þar skipinu, er Höfn heitir í Borgarfirði, fyrir sunnan Njarðvík.“  Af þessu má sjá að snemma hafa skip og bátar tekið land við Höfn í Borgarfirði.

Í athugasemd við þessa frásögn í Fljótsdæla sögu segir ennfremur  í neðanmálsgrein: „Allgott skipalægi er innan við Hafnarhólma, vestur af bænum Höfn.“ (Austfirðingasögur. Hins íslenska Fornritafélags. Reykjavík 1950).

Útræði mun því að öllum líkindum hafa verið frá Höfn frá fyrstu tíð, trúlega allt frá landnámsöld.

Í byggðasöguritinu Sveitir og jarðir ...   II. bindi bls. 419 segir um lendingaraðstöðu í Höfn: „  ... ,en annars dregur hún [jörðin] nafn af lendingu í Hellisfjöru fram og niður af bænum. Þar er einna skást lending í firðinum í ófullkomnu vari af hólmanum.“ Fleiri lendingarstaðir eru þekktir við Höfn og verður þeirra getið hér síðar.

 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd