• An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow
  • An Image Slideshow

Sjósókn fyrr á öldum

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Telja má nokkuð víst að á Borgarfirði eystra hafi menn stundað sjósókn allt frá landnámsöld, þó í mismiklum mæli hafi verið frá einum tíma til annars.

Landnámsmenn komu til Íslands á skipum og hafa væntanlega sumir hverjir verið vanir sjómennsku  og þeir sem settust að nálægt sjó hafa eflaust  aflað sér sjávarfangs fyrir sig og sína fjölskyldu ef þess var kostur. 

 Um sjósókn fyrr á öldum á Austurlandi  og fram á 19. öld fjallar Halldór Stefánsson í Sjósóknarþætti, sem birtist í ritinu Austurlandi IV. bindi. Þar segir hann m. a. um Austurland: „Strandlengjan er  löng og stór hluti byggðarinnar með sjó fram. Lendingar nothæfar smábátum í góðu veðri við flest byggð ból á ströndinni –  og á smábátum var ekki hægt að sækja fiskveiðar nema í kyrrum sjó. Og öruggar lendingar voru inni á fjörðum, ef veður brást. Meðan firðir og flóar voru fullir af fiski og öðrum veiðiskap, var sjósóknin svo auðveld sem verða mátti.“

Ekki hefur verið um að ræða örugga höfn inni á Borgarfirði, eins og sums staðar á Austfjörðum, en sjósókn mun þó að öllum líkindum hafa frá verið stunduð meira og minna frá öllum sjávarjörðum í Borgarfirði þó lendingar væru víða erfiðar. Heimildir um þetta fyrr á öldum virðast þó af skornum skammti. 

Veturliði Ásbjarnarson nam Borgarfjörð segir í Landnámabók. Ekki er þess getið hvar henn bjó, en í ritinu Austurland II. bindi ritar Halldór Sefánsson um landnám í Austfirðingafjórðungi. Þar segir hann: „Ekki er getið bústaðar Veturliða. Líklegasti bústaðurinn er Hofströnd; þar eru hoftættur í túni lögverndaðar.“  Hofströnd er skammt frá sjó og því stutt að sækja sjóinn. Í byggðasöguritinu Sveitir og jarðir í Múlaþingi II. bindi [Egilsstöðum] 1975, (hér eftir oftast stytt í Sveitir og jarðir...) bls. 384 er hins vegar sagt um bústað Veturliða landnámsmanns: „ Ekki væri ósennilegt að hann hefði búið á Bakka.“  En hvort sem hann bjó á Bakka eða á Hofströnd er sennilegt að hann hafi aflað sjávarfangs til bús síns, þó ekki séu til heimildir um það.
 

Borgarfjörður eystri

top_logo2

Kortasjá Loftmynda hf.

kortasja

Vefmyndavél við höfnina

vefmynd