Bændur í Borgarfirði höfðu ekki þörf fyrir sérstakar verstöðvar

Prentvæn útgáfa

Í Borgarfirði gátu allir landbændur sótt sjóinn frá þeim lendingum sem eru við fjörðinn, því vegalengdir frá bæjum landbænda að sjó eru þar ekki miklar. Þeir landbændur sem ekki áttu báta gátu líka hafa fengið skipsrúm hjá sjávarbændum, eins og Halldór Stefánsson bendir á í Sjósóknarþætti sínum. (Austurland IV. bindi bls. 114). Borgfirðingar höfðu því ekki þörf fyrir sérstakar verstöðvar.