Notendur hafnarinnar eru vinsamlegast beðnir að:
- sýna aðgát á viðkvæmum svæðum sem njóta verndar
- forðast umferð um friðuð svæði á sjó og í grennd við höfnina
- losa spilliefni og olíuúrgang í þar til gerð ílát
- nota ruslagáma og flokka endurvinnanlegt sorp, s.s. dósir og plastflöskur
- losa aldrei úrgang og safntanka fyrir skólp í höfnina
- losa bátaskólp í þar til gerða safntanka/dælubíla
Þú getur hjálpað til við að vernda höfnina og umhverfi hennar með því að:
- framfylgja umgengnisreglum Bláfánans
- spara rafmagn, vatn og eldsneyti
- hvetja sjófarendur til að vernda umhverfið og ganga vel um
- nota vistvænar vörur í daglegu starfi og til viðhalds á bátum
- tilkynna um mengun í sjónum og brot á reglum til eftirlitsaðila og Landverndar